Tölvan er flokkuð sem ofurtölva enda keyrir hún á hinum gífurlega hraðvirka G4 örgjörva. Stefnt er að því að hún komi inn á milli hinna geysivinsælu iMac og hinna geysiöflugu G4 turna. Í raun má segja að það sé búið að taka aflið úr turnunum og setja það í eitthvað sem er næsta skref af iMac.
Kubburinn kemur með 450 Mhz örgjörva en einnig verður hægt að fá 500 Mhz útgáfu. DVD drif, Ethernet kort og 20 GB harður diskur eru í ódýrustu útgáfunni en hún mun seljast á um það bil 140.000 kr. í Bandaríkjunum. Verðið er án skjás.
Það sem er þó áhugaverðast við tölvuna er útlitið. Fljótt á litið gæti þetta verið listaverk en þegar myndir eru skoðaðar af þessu líkist þetta gegnsærri brauðrist. Orð fá þessu ekki lýst. Sjáið nánar á http://www.apple.com/powermaccube/
:: how jedi are you? ::