Eins og allir ættu að vita er fjölbragðaglíma(wrestling) á miklu vinsældaflippi í Bandaríkjunum. Það sama hefði getað gerst á Íslandi ef TNT hefði ekki hætt útsendingum til einhvers hluta Evrópu. Vinsældirnar má að miklu leiti rekja til mun “grófara” efnis. Karlar að lemja kellingar í buff og kellingar sem “óvart” missa niður um sig. Ég hef haft gaman af fjölbragðaglímu síðan ég sá hana fyrst á TNT.
Ég veit vel að í fjölbragðaglímu er allt fyrirfram ákveðið. En það tekur þó ekki burt alla skemmtunina eins og allir hljóta að hafa séð sem horft hafa á. Þessir menn eru flestir í ótrúlega góðu líkamlegu ástandi og hafa þurft að hafa fyrir því að komast á toppinn. Að lokum vil ég benda öllum áhugasömum á vefsíðuna www.wrestleline.com