Við getum orðað þannig að ég er ekki einn af þessum nemendum sem styðja launakröfur kennara. Ég er í Menntaskólanum í Reykjavík og þar eins og í flestum framhaldsskólum landsins væntalega, mega nemendur eiga von á því að vera í skólanum um helgar og hluta af sumrinu. Um leið og kennarar eru að reyna bæta launakjör sín eru þeir að hindra nemendur að þéna tekna um sumarið sem á oft að geta dugað þeim allan veturinn. Er þetta sanngjarnt? Ó nei! Og hvernig geta nemendur stutt kennara? Hvaða heilvita maður veit að ríkið getur ekki orðið við kröfum þeirra!