Til þess að Íslendingar geti tekið virkann þátt í Alþjóða samkeppni þurfum við öll eð vera vel menntuð. Það gerist ekki nema að við höfum góða kennara sem hafa áhuga og kunna að vekja áhuga á námsefninu. Hvernig förum við að því að fá góða kennara? Ef kennurum væri vel borgað (og þá meina ég VEL) þá myndu fleiri reyna fyrir sér sem kennarar, ekki satt? þá væri kominn samkeppni milli kennara sem ég held að sé af hinu góða: því meira úrval, því hærri kröfur gerðar. Ég trúi því ekki að 25 manns í sama bekk falli af því þeir séu svo heimskir, þetta er allt undir kennaranum komið: að vekja áhuga á efninu.. og ef allir falla þá er það vegna þess að kennarinn stóð sig ekki í stykkinu.
Ég hef verið með kennara sem vissi ekkert hvað hann var að kenna. Ég var fullur áhuga til að byrja með og það kom oft fyrir að ég leiðrétti hann, en eftir smá tíma missti ég áhugann vegna þess að kennarinn gerpi ekki neitt… ég mætti í tíma og gór að sofa… svo komu prófin (sem annar kennari gerði) og mig minnir að einn í bekknum hafi náð. Það er virkilega lélegt. Kennarinn náði með áhugaleysi sínu og fáfræði að skemma fyrir þessum fáu nemendum sem höfðu einhvern áhuga til að á því sem þeir voru “að reyna” að læra í stað þess að vekja áhuga.
Kennarar gegna einu mikilvægasta hlutverkinu í þjóðfélaginu í dag þ.e. að mennta okkur vitleysingana svo við séum fær um að komst af í nútíma þjóðfélagi, hérlendis eða erlendis. Ég vill fá góða menntun og til þess þarf góða kennara, og samkeppni milli þeirra. Til þess að fá hæfast einstaklinginn í jobbið þarf að borga.. þetta er ekki flóknara en það.
Svo hef ég líka heyrt að með aukinni menntun fylgi hagvöxtur, þannig að mér finnst við ekki geta tapað á því að hækka laun kennara um helling… allir þessir peningar skila sér aftur og margfalt það þótt að það gerist ekki á morgunn. Við höum allt að vinna, sama og engu að tapa. Kennarar eiga, miðað við þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera kennari, að vera hálaunafólk, það er ekki spurning í mínum huga.
peace
potent