Skjár 1 að tapa sér?
Nú er maður stórlega farinn að efast um hvort hypersjálfhverfa stjörnuliðið á Skjá einum sé með fullum sönsum. Ég kastaði næstum því upp þegar ég sá auglýsingu frá Japis (nýlega keypt af eignaraðilum Skjás eins) um að nú ætti að fara gefa út geisladiska með “cool” lögum (jökk!) í anda þáttanna “Sílikon” og “Íslensk kjötsúpa”. HVAÐ ER AÐ? Það er ekki nóg með að búið er að betrekkja stjörnur stöðvarinnar út um alla veggi bæjarins (allir í jakkafötum með vellulegt sjálfumgleðiglott) heldur á líka að hafa unglinga bæjarins endanlega að fíflum (sem betur fer er greinarhöfundur kominn nokkuð vel á þrítugsaldurinn annars myndi maður vafalaust láta glepast). Auglýsingastefna stöðvarinnar út á við er farinn að líkjast sorglegum brandara og líklegast er það meðvituð stefna stjórnenda að búa til stórar stjörnur og mjólka þær meðan hægt er. En allt er best í hófi og þó Egill Helgason sé brilliant skríbent, þá er auðvelt að gerast fráhverfur þætti hans ef maður verður stöðugt fyrir áreiti um tilvist hans. Er verið að auglýsa fólkið eða þættina? Hvað varðar Önnu Rakel og fleiri (sem módelast, leika í sjónvarpsauglýsingum, eru í útvarpi ALLSSTAÐAR!!)þá verða þau að fara kunna sér hóf í allri commercial-iseringunni. Þessi annars frábæra stöð getur skotið sig í fótinn ef þetta heldur áfram. LIFI NAUMHYGGJAN!