Ég skellti mér á k.f.c áðan og fékk mér málsverð uppá rétt rúmlega
1000 kr, borða matinn minn í rólegheitunum og geri mig tilbúinn til
að slaka á eftir góðan málsverð og sötra það sem eftir er af
pepsi'inu mínu í góðum fíling en neiiii… maðurinn á næsta borði
þarf endilega að kveikja sér í sígarettu, ekki bara hætti ég að
slaka á, mér verður bara óglatt .. þannig að með þessu er maðurinn
búinn að eyðileggja fyrir mér yfir 1000kr. máltíð og má þannig
lagað segja að hann hafi stolið af mér 1000 kr.

að menn (og konur að sjálfsögðu) geti ekki beðið með að reykja
þangað til að það sé komið inn í bíl eða út eða heim til sín,
þannig að þetta trufli ekki annað fólk er svo mikil ókurteisi að
þetta varði við lögbrot!

reykingar snúast ekki bara í kringum reykingarmanninn!!!
Addi