Vegna fjölda áskoranna þá hef ég ákveðið að segja frá “half sleevinu” mínu sem er í bígerð… :) Og ætla ég að halda einskonar dagbók um hvert session eða hverja umferð.
Einhverntímann í byrjun október fór ég til Sverris á House of Pain með hugmyndina að Mark Ryden “half sleeve” .. http://www.markryden.com Við Sverrir settumst niður, pússluðum saman myndum og spjölluðum um komandi flúr! Hann var spenntur og ég var spennt og hvað er annað hægt að biðja um þegar e-ð svona stórt er í vændum ;) Það er alveg nauðsynlegt að hafa flúrara sem er opinn fyrir svona hlutum og spenntur ef ekki spenntari en ég sjálf. :) Og það er Sverrir í þessu tilfelli.
Föstudaginn 27. október byrjuðu svo herlegheitin fyrir alvöru og ég var sest í stólinn rétt fyrir klukkan 15:30. Við byrjuðum á mynd eftir Ryden sem heitir “Rose” og er þessi mynd búin að vera í uppáhaldi hjá mér í nokkur ár! Í mínu tilfelli er þessi mynd hugsuð sem svona “aðal” og mun hún sennilega verða mest áberandi á hendinni á mér ásamt reyndar tveimur öðrum sem verða nr. 2 og 3.
Eftir 2 klukkutíma straight með nálar og blek í hendinni á mér var “Rose” tilbúin. Og þvílíkt snilldarverk sem hún er. Held það sé varla hægt að gera eins nákvæmt flúr eftir svona erfiðri fyrirmynd. En þess má geta að Sverrir var einungis með útlínurnar til að fara ofan í en öll smátriði og allt annað var bara á blaði fyrir framan hann.
Það voru notaðir margir litir í þetta flúr þó það sjáist kannski ekki vel á myndinni. En vegna þess að það eru rosaleg smáatriði í þessari mynd þá var frekar erfitt að vinna að henni. En hún er tilbúin og ég er mjög sátt, get bara eiginlega ekki verið sáttari.
Þriðjudaginn 14. nóvember á ég tíma aftur og þá ætlum við að vinna að annarri mynd eftir Ryden, “Clear hearts, Grey flowers”. Mun hún sennilega taka lengri tíma en sú fyrri en ég mun pósta inn nýjum upplýsingum eftir að sú mynd er komin á sinn stað! :)
Kveðja PraiseTheLeaf