Þrátt fyrir að þú hafir aðrar trúarskoðanir en hann þýðir það ekki að þú hafir skotleyfi á skoðanir hans. Það er ekkert sem segir að hann muni hætta að trúa áður en hann deyr því dæmin um að fólk fylgi trúarsannfæringu sinni fram í dauðan eru mýmörg. Þetta væri eins og að spyrja þig (eða mig þar sem ég er guðleysingi) hvað þú ætlaðir að gera ef þú byrjar að trúa á einhvern guð áður en þú deyrð ef þú færð þér flúr til að sýna fram á guðleysi þitt, eða lýsir yfir á annan illafturkræfan hátt. Ég mæli með því að bera virðingu fyrir skoðunum annarra því þannig kemst maður þægilega í gegnum lífið og þarf ekki að standa í stappi við aðra.