“The god of man is a failure” er semsagt textabrot úr lagi með Agalloch og orðið “αθεοι” er gríska og þýðir “sá sem er án guðs”.
Þetta var gert af Fjölni á Íslenzku Húðflúrstofunni í dag(6 september) og tók í kringum tvo og hálfan tíma. Mjög sáttur með þetta.
Hef aldrei skilið afhverju trúleysingjar gera hluti einsog þetta. Að stunda trúleysi (annað en að trúa bara ekki) er einsog að stunda það að horfa ekki á sjónvarp, eða stunda það að stunda ekki fiskveiði. Mikið skiljanlegra væri að fá sér tattoo tengt sínu trúarbragði en að fá sér tattoo varðandi það að maður er án trúarbragða.
Það er guð í algyðistrúarbrögðum en þú segist vera án guðs, er það ekki þversögn? Ef að þú ert að tala um Naturalistic pantheism (slæmt þegar íslensku og ensku er blandað saman) þá er enginn einn guð sem skilur sig frá náttúrunni heldur er litið á náttúruna sem sjálfskapandi uppruna alls. Þá er verið að líta á náttúruna sem nokkurskonar guð, ekki satt?
Ég hef alltaf skilið það sem að það sem fólk meinar sem “guð” er í rauninni bara náttúran og við erum öll sprottin af nát´turunni þannig við erum í rauninni öll “guð” ef þú vilt kalla það það, en ég kýs að kalla það ekki guð, því það er yfirleitt meiningin á einhverri yfirnáttúrulegri veru.
það er til atheist og það er til anti-religionist. trúleysingjar eru oftar en ekki anti-religionist, sem er mjög skiljanlegt. En ekki allir trúleysingjar eru á móti trúabrögðum þótt þeir standa fast á sínum skoðunum um það sé engin guð eða eitthvað álíka. Það er ekki sama að ekki stunda fiskveiðar og vera á móti fiskveiðum, og sá sem hefur ekki áhuga á fiskveiðum veit líklega lítið sem ekkert um fiskveiðar. Ekki hægt að segja það sama um trúleysingja sem erui á móti trúabrögðum.
Agnosticism er basically að vita ekki hvort guð(eða það yfirnáttúrulega) sé til eða ekki. (Agnostic þýðir “að vita ekki” á grísku.) þú getur verið trúaður en samt agnostic.
það má segja að ég sé Agnostic atheist, þar sem ég trúi ekki á guð eða neitt yfirnáttúrulegt… sérstaklega það sem mannveran segist vita um. En ég nógu auðmjúkur að segjast ekki fullyrða að ég viti að það sé ekkert yfirnáttúrulegt til. hvernig ætti ég svosem að vita það?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..