og af hverju ekki?
nakvæmlega það að vera með rúnir tengist okkur íslendingum og okkar menningu, þannig þetta er nú bara meira heiðrun við fortíðina og uppruna okkar en eitthvað annað,
og jafnvel þó þú viljir ekki vera með eitthvað sem “annar hver maður” (nei reyndar er það ekki þannig) er með þýðir það ekki að þetta sé asnalegt og ófrumlegt.
Og jafnvel þá, af hverju í andskotanum er það asnalegt ef það er ekki frumlegra en allt?
Ég gæti tattooað á mig þrjár línur. Þær þýða ekki neitt. Nógu andskoti frumlegt, en hundasnalegt fyrir því.
Amk hafa rúnir merkingu, bæði sem stafróf og sem hluti af uppruna okkar íslendinga, og því skiljanlegt að íslendingar(skandinavar) séu með rúnir í tattúum sínum.
Það er skiljanlegt frekar en annað að ísledingar séu með þetta í miklum mæli, finnst það bara augljóst.
þetta er eins og að segja að stafrófið okkar sé lame af því allir kunna það og nota og einhverjir hafa tattooað stafi úr því á sig.