ég hugsa ekkert innan kassa.
Þú bara leyfir þér að túlka þetta því þú veist að það sem stendur skrifað í ritningunni meikar ekki sens.
Hvenær er það tekið fram í Völuspá eða Hávamálum að þetta sé í raun bara persónugerðar tilfinningar og atburðir?
Þetta er eins og að segja: Ég er kristinn, ég bara túlka biblíuna þannig að Jesú hafi verið geimvera sem kom frá æðri siðmenningu til að kenna okkur réttlæti og trúfestu. Síðan vil ég túlka krossfestinguna ekki sem frelsun mannkyns heldur sem fordæmingu þess og einnig vil ég meina að snákurinn í garðinum eden sé í raun holdgerving fyrir alla þá sem eru ekki trúaðir.
Ef maður má túlka trúarbrögð eins og maður vill… er þá virkilega hægt að segja að maður trúi í raun? Eru menn þá ekki að skapa sér sína eigin trú?
Bætt við 4. nóvember 2008 - 20:57
Point: ekki segjast vera ásatrúar ef maður er það ekki
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig