Gengur mjög vel, Þráðurinn vinnur sig jafnt og þétt í gegn. Gengur hraðar með að skera eftir endilöngunni heldur en þversum, en það hefur það einnig gert hjá öðrum með tie-off. Einn daginn er ennþá 1cm eftir af endilöngunni sem svo bara allt í einu slitnar og tungan klofin.
Vírinn er kominn mjög djúpt að ofanverðu, vel inn að neðanverðu en gengur hægar þar, vel yfir 1 cm hjá pinnanum og rétt sneitt broddinn í sundur.
Fer að verða hálfnaður, sársaukinn alveg búinn að venjast af og angrar mig ekki lengur þegar ég losa vírinn upp á morgnanna. Get borðað hvað sem er aftur, líka saltlakkrís, sumt er þó erfiðara að tyggja en annað.
Það er ógeðslega furðuleg tilfinning að renna tungubroddunum eftir einhverju eins og tönnunum, allt í einu er líffæri sem hefur haft einn snertiflöt fremst kominn með tvo, virkar óraunverulegt einhvernveginn. En ég er kominn með tilfinninguna fyrir 2 broddum í stað 1. Einmitt vegna svona hluta að mér finnst tie-off mest spennandi split aðferðin.