Skipti um girni í gærkvöldi og herti all svakalega, sem olli smá röskun á svefni, en hefur
laglega skilað sér þar sem skurðurinn við lokkinn er orðinn vel góður núna, og þurfti að
rífa girnið út úr tungubroddinum eftir vinnu í dag þar sem girnið hafði skorið sig langt inn
og tungan náð að gróa utan um.
Hef það samt aftur fínt og sársaukalaust núna, og ætla héðan í frá að skipta um girnið
snemma dags en ekki rétt fyrir svefn.
Er búinn að sótthreinsa flísatöng og grafa ofan í skurðinn eftir öllum heilunarvef sem var
að reyna að myndast, sem er miklu þægilegra heldur en að rífa þráðinn upp á nokkura tíma
millibili.
Finnst alveg sjúklega áhugavert og gaman að fylgjast með þessu ferli, og hvernig tungan
reynir að græða sig í sífellu. Maður lærir sko sitthvað um líkamann á þessu.