Búinn að vera í Danmörku um helgina, svo ég gat ekki tekið mynd og sett inn umsögn fyrir dag 4.
En þetta flýgur áfram. Girnið er búið að éta sig vel inn í tunguna að ofan og neðanverðu svo nú þarf ég að losa það upp á nokkura tíma fresti svo að tungan ekki grói fyrir ofan það.
Það er gert mað að renna eyrnapinna undir girnið og hreyfa hann eftir tungunni bæði að ofan og neðanverðu. Geri ég þetta með 3-4 tíma millibili nær tungan ekkert að gróa saman fyrir ofan girnið, og það sparar mikinn sársauka auk þess sem klofningin gengur hraðar fyrir sig.
Er farinn að borða hvað sem er aftur, og að flestu leyti hættur að taka eftir að ég sé að þessu nema bara þegar ég er að hreinsa og hífa girnið upp.