Jesú er ekki bara einhver persóna!
Það er greinilegt að þú hefur ekki lesið Biblíuna…
Í öllum fjórum Guðspjöllunum er sagt frá þegar Jesús gerir kraftaverk á hvíldardegi og prestarnir urðu æfir.
Lúkasarguðspjall. 6.1-11.
En svo bar við á hvíldardegi að Jesús fór um sáðlönd og tíndu lærisveinar hans kornöx, neru milli handanna og átu. Þá sögðu farísear nokkrir: ,,Hví gerið þið það sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?“
Og Jesús svaraði þeim: ,,Hafið þið þá ekki lesið hvað Davíð gerði er hann hungraði og menn hans? Hann fór inn í Guðs hús, tók skoðunarbrauðin og át og gaf mönnum sínum en þau má enginn eta nema prestarnir einir” Og hann sagði við þá: ,,Mannsonurin er Drottinn hvíldardagsins.“
Annan hvíldardag gekk Jesús í samkunduna og kenndi. Þar var maður nokkur með visna hægri hönd. En fræðimenn og farísear höfðu nánar gætur á Jesú, hvort hann læknaði á hvíldardegi, svo að þeir fengju tilefni að kæra hann. En han vissi hugsanir þeirra og sagði við manninn með visnu höndina: ,,Statt upp og kom hér fram.” Og hann stóð upp og kom. Jesús sagði við þá: ,,Ég spyr ykkur, hvort er heldur leyfilegt að gera gott eða gera illt á hvíldardegi, bjarga lífi eða granda því?“ Jesús leit á þá alla, hver af öðrum og sagði við manninn: ,,Réttu fram hönd þína.” Hann gerði svo og hönd hans varð heil. En þeir urðu æfir við og ræddu sín á milli hvað þeir gætu gert Jesú.
Jesú er ekki bara ein persóna í Biblíunni, hann er mikilvægasta persónan í Biblíunni, sonur Guðs (sem getinn var af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn. Steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Bætt við 18. júlí 2008 - 08:11 sem getinn var af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn. Steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
-Gleymdi að setja inn í tilvitnun, þetta er úr trúarjátningunni.