Ég á lokk sem er eitthvað í líkingu við þetta, semsagt bæði pinninn og kúlurnar úr plasti og pinninn er nokkuð flexible.
Finnst þetta bara mjög þægilegur lokkur, miklu léttari og lendir ekki í neinum óþægilegum ‘skella lokknum í tennurnar’ mómentum.. en með járn-lokkum er það sárt…
Ég var einu sinni með plastlokk í tungunni á mér og við minnsta tilefni brotnaði hann miðjunni þannig að endarnir stungust inn í tunguna á mér .. Ekki gott. Svona flexible lokkar eru ábyggilega skárri kostur miðað við það. Ég hef samt mestallan tímann verið með stállokk og tennurnar mínar eru alveg heilar. Mér finnst vont bragð af þessum plastpinnum/kúlum :)
Sessa er með teflon sem hægt er að klippa til. Ég er með þannig í augabrúninni því ég er svo viðkvæm þar, þetta er víst öruggasta efnið varðandi ofnæmi. Svo skrúfar maður bara venjulega kúlu á.
plastlokkar vilja mjög bogna og brotna eins og PTL sagði… hef reyndar ekki prufað þessa lokka en mér sýnist vera þykkara plast í þeim þannig að þeir gætu alveg öruglega verið góðir…
Ef þér lýst ekki á það sem þú sérð hættu þá að horfa…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..