Jæja! Þá er ég loksins búin að láta jurtatattúið hverfa ;) Fór á House of Pain 26. júlí þar sem ég átti pantaðan tíma hjá Jason… Hann teiknaði þetta fríhendis á mig og tók síðan um 40 mín. að flúra það! Sársaukinn var nánast enginn (allavega miðað við hendina mína) og er ég mjööög sátt við þetta :) Jason is the man.. Og fyrir þá sem ekki vita þá er þetta merki sporðdrekans
hehe ég ætlaði einu sinni að fá mér þetta tákn….en sem betur fer þroskaðist ég nógu fljót til að gera það ekki (ekkert að dæma, fannst þetta bara skondið) ;)
Bætt við 27. júlí 2007 - 22:59 vá hvað ég orðaði þetta illa :/
Að vera eða ekki vera?…. Er það virkilega spurningin?
Takk takk :) Já ég dobbla þig kannski til að taka mynd :þ Annars á systir mín góða vél líka og svo er Sverrir með nokkrar myndir líka sem ég get fengið… Þetta reddast einhvernveginn ;)
Það verða sennilegast bara blóm (liljur eða rósir.) En þetta fer ekki í gang alveg strax svo þetta gæti breyst e-ð. Ætla að biðja Jason um að hanna það og láta síðan hann og Sverri flúra það ;)
Litur vel út! Hef alltaf verið veik fyrir grísku stjörnumerkjunum:) Enda ætla ég að fá mér það í ljónsmerkinu, maður er bara að reyna að ákveða staðinn, hehe….
Takk :) Finnst persónulega allt í lagi ef það eru mismunandi myndir á mismunandi stöðum en í sleeve, backpiece og önnur stór verkefni þá finnst mér myndirnar verða eiginlega að passa e-ð saman… Svo er ábyggilega ekkert mál að tengja hestinn og stjörnumerkið saman í e-ð flott backpiece ef ég vil :)
Hehe.. Peningar eru aukaatriði hjá mér þegar kemur að flúrum :) En er að fara að hægja á þessu núna þar sem annað situr á hakanum ;) Fæ mér eflaust ekki flúr næst fyrr en á næsta ári :)
Nei ekkert svo .. Nálin sem var notuð til að fylla inn í svona stórt svæði voru samtals 30 nálar minnir mig, hálfgerður pensill bara ;) Svo það tók ekkert það langan tíma að fylla. Það tók lengri tíma að gera allar myndirnar enda eru þær flóknar með miklum details
Útlínunálin er held ég bara eins og venjuleg nál að þykkt. Ímyndaðu þér bara venjulega tattoo útlínu á húð.. Hún er ekki þykk Sverrir gerði Pegasusinn fyrir 5 og hálfu ári síðan
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..