Það er sem ég held að þú fattir ekki alveg.
Þú heldur að það eitt að smíða crappy vél eða panta vél og einhvarja liti af netina sé nóg til að verða húðflúrari en þetta er allt í hausnum á þér. Ég fór löngu leiðina og hún var erfið. Flestir sem byrja á þann hátt sem þú virðist ætla gefast upp.
Ég veit þú heldur (eins og margir) að tattoo séu fljótleg leið til að hala in helling af peningum en það er rangt. Þú gleymir þeim tíma sem fer í þjálfun, efniskostnaði, sköttum. Þú prúttar ekki hjá tannlækni, í fataverlun, í hagkaup eða eiginlega neinstaðar annarstaðar en samt halda allir að ef þú berð þig illa þegar þú kemur inn á stofu að verðið fari niður.
Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en þetta er fyrir alla sem hugsa svona og hlustið nú vel á.
Þið prúttið við mann sem er listamaður og vill gera sitt allra besta til að gera varanlega breytingu á þér til að þú lítir kickass vel út.
Þetta er einmitt maðurinn sem þið eigið ekki að prútta við.
Ég get ekki svarað fyrir aðra en mér finnst ekki gaman að verðleggja hluti, reyndar finnst mér það langtum leiðinlegasti partur af vinnuni þannig að ég setti upp tímakerfi sem er sanngjarnt. Ég get aldrei séð út verð gegnum tölvuna eða síma. Ég þarf að sjá manneskjuna til að reikna út ca. verð en samt vill ég helst bara láta tíman ráða. Fólk borgar fyrir tíman sem ég er að flúra og við höfum ekki tekið neitt fyrir hönnun.
Fólk getur tekið vinnuna í eins mörgum sessionum og það vill en það er miklu hagkvæmara að taka mikin tíma í einu.
Ég ber virðingu fyrir því að peningar vaxa ekki á trjám en ef manneskja leggur mikið á sig ætti hún ekki að fá vel borgað fyrir það?
Peningar og leyfi er ykkar mál, okkar vinnar er bara að gera góð list á þann sem borgar okkur fyrir það.
Ég vona að þetta útskýri hlutina.
(Ranting and raving)
www.myspace.com/outcast1611