Veit ekki með þetta “einhverju” þarna, þó að þetta sé að vissu leiti satt. Þ.e.a.s. í þessum geira kannski.
En svo að ég taki nú öfga dæmi í hina áttina, þá hrífst ég alveg einstaklega af bifreiðum í dýrari kantinum (Koenigsegg t.d.) og er það ekkert sem ég er að sjá fram á að geta litið framhjá (verðmiðinn þ.e.a.s.). Það má auðvitað reyna að fjármagna næstum hvað sem er. En það er ekki fyrir hvern sem er að gera hvað sem er, eins og einhver snillingurinn sagði.
Einnig er ég mjög hrifinn af skriðdrekum ;)
En svona án alls leikaraskaps og til að forðast allan miskilning (þar sem ég er helvíti góður í að misskilja) þá mætti orða þetta svona:
Þegar kemur að “rétta” tattoo-inu þá skipta peningar engu máli!
Og auðvitað er þetta það sem þú meintir í upphafi. Mér finnst bara gaman að snúa útur =)