Þú ert kannski ekki trúuð en það er alltaf gott að kanna hvað hlutirnir þýða sem maður lætur á líkamann á sér en ekki trúa bara einhverjum út í bæ.
Þetta merki er eldgamallt og kemur upprunalega úr norrænni goðafræði. Talið hafa þróast útfrá merki sem heitir “valhnútur” sem er merki hinna dauðu. Það er varað við að nota það sem tattoo þar sem trúin segir að þann sem er með það merki á sér muni deyja fremur illa.
En þetta er ekki valhnúturinn svo hann er ekki svo slæmur, heldur er upprunalega meiningin gleymd.
Svo kom wicca trúin og tengdi rúnina við himinn, jörð og haf. Kristnin tengdi þetta við faðir, son og heilagann anda.
Í dag er þetta upprunið úr sjónvarpsþáttunum “charmed” þar sem þær voru þrjár átti þetta að vernda þær gegn illum öndum og var á coverinu á galdrabókinni þeirra. Einnig (ef þú ert nörd) þá er þetta á coverinu á forgotten realms bókunum fyrir dungeons og dragons ;P
Semsagt, í raun hægt að tengja þetta við allt nema vernd, nema þú trúir bandarískum sjónvarpsþáttum til að hafa staðreyndirnar á hreinu :)
http://en.wikipedia.org/wiki/Trinity_knothttp://en.wikipedia.org/wiki/Valknut