Bara smámunasemi í mér svosem, en gerðu skýran greinarmun á milli Heljar og Helvítis. Helvíti er kristið fyrirbæri, staður pyntinga og eilífrar pínu. Hel er fyrirbæri úr heiðni, einfaldlega staður sem fólk lendir á eftir dauðann hafi það ekki dáið í bardaga. Hefur ekkert með refsingar eða pyntingar að gera.
Haha já, það finnst mér fyndið. “Nei, nú skaltu útskýra húðflúrið, ungi maður, annars er þér bara ekkert boðið í partý til mín!”
Mér persónulega finnst kjánalegt að fá sér tákn sem tattú (eða yfirhöfuð hvað sem er) án þess að merking þess höfði sérstaklega til manns. Það er vitaskuld bara mín skoðun. Aftur á móti skil ég hvað þú ert að fara. Ég er sjálf trúleysingi og ekkert sérstaklega hrifin af kristnu kirkjunni. Ég nenni hinsvegar ómögulega þessu öfgatrúleysi sem virðist vera ríkjandi í hugum margra nú til dags. Kirkjan böggar mig ekki nóg til þess að ég tattúi á mig “fokking kirkja”.