Jæja núna fer að líða að því að maður verði 18 ára og ætlaði ég ekki að fá mér húðflúr fyrr en eftir það,
en það sem er stærsta vandamálið er það að ég þyrfti að láta gera tattúið í ehv flottri skrift þar sem ég hugsaði textann sjálfur, get ég látið húðflúrarann bara finna flotta skrift og teikna það upp?
og önnur pæling, væri fínt að panta núna þó maður ætlaði ekki fyrr en í maí, júní?
Bætt við 17. janúar 2011 - 04:29
og svo, hverjum mæliði með í fyrsta tattú?