Já sko, ég fékk mér venjuleg göt í eyrun fyrir 4 vikum og svo fyrir 2 dögum þá tók ég lokkana úr og setti taperana mína í (Þeir eru 3 mm).
Þegar að ég setti þá í fannst mér það alveg frekar vont þannig að ég smurði þá í vaselín og smellti þeim inn. Allt í góðu með það nema að svo í morgun þá vaknaði ég og þá var einn lokkurinn kominn úr eyranu á mér og hinn var farinn svona smá en var samt alveg í. Í eyranu sem að hann fór úr var einhvað í gatinu gæti verið vaselín eða gröftur en allavega þá hreinsaði ég bara eyrað með klósett pappír og setti síðan Fucidin (Efni sem læknir ráðlagði bróðir mínum að setja á sár sem hann var með á fætinum og það gréri á 3 dögum) á lokkana og eyrað og setti lokkana aftur í. Ég finn ekkert fyrir þessu núna en hvað á ég að gera ? Á ég að leggja eyrað í saltblöndu eða á ég að bara að vera enþá með taperana í eða hvað ?
Með von um hlýhug og góð svör, Hoddiair
P.S. Ég veit að ég var með byrjunar gatið heldur stutt.