Ég fékk mér gat í naflann fyrir ekki svo löngu og konan sem gerði það sagði mér að nota bara aloe vera gel.
Síðan fór ég að lesa mér meira til um þetta og sá að allir hér nota víst bara saltvatn, er einhver hér sem hefur verri reynslu af aloe vera geli en saltvatni? Eða ætti ég að nota satlvatn og bera gelið á gatið eftir á 2x á dag kanski?

Svo fór ég að pæla út í þessa Netural sturtu sápu.
Hvernig lítur hún út og hvar get ég fengið þannig?

Vitið þið hvort að það sé slæmt að sofa með grysju(?) yfir naflanum svona fyrstu dagana eða ekki? Þarf gatið kanski að ‘'anda’'?


Ég fékk gatið á hár og heilsu á Akureyri, konan sem gerði það (spurði hana ekki hvað hún héti) virtist ekki vera með svör við spurningunum mínum svo ég ákvað að fara frekar hingað inn og spurja. (:
Afsakið svo hversu illa þetta er sett upp hjá mér, vona að þetta skiljist. ;)