Auðvitað þarftu að vera með gat í eyranu til þess að geta stækkað gat… Tja, nema þú látir dermal puncha gatið, en með þeirri aðferð er gert stærra gat svo þú getur sett tunnel beint í. Hins vegar veit ég ekki um neinn sem gerir dermal punch hérna á Íslandi. Gatið þarf að vera fullgróið (tekur um c.a. 6-8 vikur) áður en þú getur byrjað að stækka. Fólk er ekki sammála um aðferðir en það hefur reynst mér vel að stækka með taper á 2-3 vikna fresti, og þá aldrei meira en 2mm í einu. Gott er að hafa taperinn og eyrnasnepilinn vel sleipa. Sumir mæla með jojoba-olíu eða tea tree olíu, sjálfur hef ég bara notast við vaselín. Ef þú verður var/vör við sársauka skaltu stoppa strax, láta eyrað jafna sig og halda svo áfram. Gerðu þetta rólega svo ekkert fari úrskeiðis.
Talað er um að gatið geti gróið alveg saman ef það er 8-10mm en það er mismunandi eftir fólki. Flestir eru þó sammála um að maður ætti að vera safe ef gatið er 8mm.
Það skiptir engu máli hvað þú ert lengi með taper upp á ákveðna stærð að gera. Þú stækkar bara ákveðið mikið í hvert skipti, tekur taperinn úr og setur venjulegan lokk því það gæti verið of mikið álag fyrir eyrað að vera með taperinn í eyrnasneplinum í 2 vikur. Þar að auki hugsa ég að það væri hreint og beint bara óþægilegt. Þegar þú ert komin/nn með 12mm lokk kemurðu sígarettu í gegn.