Jæja. Þetta er vesenið. Ég er að spá í að fá mér tattoo (mögulega) en málið er það að mér er ekki vel við nálar, þ.e.a.s. sprautunálar.
Ég skil ekki þessa fóbíu mína en hún er þannig að venjulegar saumanálar eru piece of cake, ég hef farið í nálastungu án rosalegs vesens en þegar kemur að sprautunálum þá þarf ég virkilega að bíta á jaxlinn til að ég fari ekki að gráta. (Án djóks). Svona er ég bara gerður og það er ekkert sem ég get gert í þessu. Sársaukinn af nálinni er kannski ekki mikill en ég er bara hræddur við þær.
Spurningin er því, (þar sem að ég veit lítið sem ekkert um tattoo og er því að spyrja reyndara fólk en mig) hversu líkar sprautunálum eru nálarnar sem tattoo artistar nota? Væri séns að láta reyna á þetta?
P.S. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hversu heimskuleg þessi spurning er þannig að það er alger óþarfi að benda mér á það. Ég vil hins vegar fá svar við henni.