Mig vantar smá hjálp í sambandi við rúnir. Er að hugsa um að fá mér nafnið mitt í rúnum, og svo sá ég það þegar ég fór að skoða betur að það eru til milljón tegundir af rúnum. Er einhver hérna sem er svo góðhjartaður að geta hjálpað mér að finna síðu með flottum rúnum sem innihalda bæði æ og ó. Takktakk. :)
Það eru því miður allt of margir sem halda að það séu til milljón gerðir af rúnum þegar það er bara ein gerð af alvöru skriflegum rúnum og svo önnur sem eru tákn. hins vegar eru til aðrar skriftartegundir sem líkjast rúnum en eru í raun og veru ekki rúnir. ef þú villt vita nafnið þitt í rúnum þá mæli ég eindregið með þjóðarbókhlöðunni sem hefur allar RÉTTAR upplýsingar um rúnir. Þar lærði kærasta mín einmitt að lesa rúnir og segir fólkið þar vera yndislega hjálpsamt og þægilegt.
Það er rétt hjá þér með fuþark en það sem kallast rúnir núna eru/voru bara ritmál sem dettur ekki auðveldlega inní “eðlilegt” ritmál og vegna þess telja margir að það séu til margar tegundir af skandinavískum rúnum, þegar raunin er sú að það sem fólk, almennt, þekkir sem rúnir er einungis þessi tvö fuþark stafróf sem hafa verið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..