Ég er að íhuga að fá mér gat í naflann þessa dagana en ég virðist hvergi getað fengið nægilega góðar upplýsingar um gatið og áhættuþættina við það að fá sér þannig, sumir segja að það sé hætta á lífshættulegum sýkingum, ef maður verði óléttur fái maður alltaf ógeðsleg ör og fleira en ég veit ekki hverju ég á að trúa.
Finnst allt of mikið um það að fólk sé að dreifa einhverjum hræðsluáróðri um göt í nafla, nefi, brjóski í eyra og fleira slíkt svo ég bið ykkur sem hafið reynsluna og viskuna um að fræða mig.