Er mikið að pæla í að fá mér gat í nefið, örlítinn demant. Þarf maður fyrst að fá silvurkúlu til að byrja með eða getur maður farið beint í demant? Og mæliði með einhverjum, hvað kostar :)?
Hugsa að þú getir alveg farið beint í demant ef þú notar j lokk. Ég held að það kosti 6000 á tattoo og skart og ég mæli með þeim. Hef ekki reynslu af götum hjá Beggu en hún er rosa almennileg og þeir sem ég veit að hafa farið til hennar eru ánægðir.
Það er alveg rétt hjá myhateisyourpain =) Þú getur fengið demantslokk í nefið ef það er j lokkur. Hinsvegar er gallinn við svona demantslokkana að á eitthverjum tímapunkti detta demantarnir úr og týnast, það er virkilega böggandi :( Ég sjálf er búin að gefast upp á demantslokkum. Það er hinsvegar hægt að fá lokka úr læknastáli í allskyns formum og litum, á t.d. grænt hjarta sem ég er alveg að fíla í botn =)
Ég nota alltaf lokka með demöntum. Trikkið er að passa að kaupa lokk þar sem demanturinn er ekki límdur á heldur með svona kló eða gripi utan um steininn. Hins vegar hef ég týnt ófáum lokkum:P
já okei, ég hef oft keypt úr Kiss en þeir hafa bara ekkert verið svo góðir þaðan, ekki einusinni tungulokkarnir….alltaf að detta í sundur og vesen. Er eiginlega bara hætt að versla svona þar :/ En ég ætla prófa Hókus Pókus =)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..