Je je þetta er ekki fyrsti þráðurinn um gatavesen en
ég hef verið með alveg nokkur göt í eyrunum og verið að basla með að halda þeim í lagi en fæ alltaf sýkingu.. hef prófað að nota saltvatn og bpa, svo bara saltvatn og örugglega einhverntíma bara bpa - meira segja prófað að spritta þó það eigi ekkert að gera það en það virkar ekkert.
En svo fór ég að hugsa út í þegar maður var yngri og fékk sér göt í kringlunni og stelpurnar sem gerðu götin sögðu manni bara að koma ekki við þau, spritta í kringum lokkinn og bíða. Er það ókei fyrir helix? Eruði með eitthvað gott ráð sem gæti virkað (:? Finnst svo leiðinlegt að vera bara með 6 göt, eyrun mín voru eitt sinn svo fín