látið gera tunnel ? þú gerir það sjálfur.
kaupir svoköllaða “tapers” í t.d. Hókus Pókus, kostaði 800 stykkið þegar ég keypti þetta.
Hérna sérðu hvernig þetta lýtur út.
Ef þú ætlar að stækka uppí 6mm þarftu að kaupa 3 stykki.
1x 2mm taper, 1x4mm og 1x6mm. setur fyrsta í eyrað, frekar vont fyrst, en verður alltaf auðveldara eftir að þú færð stærra gat.
Ég byrjaði að stækka og sama kvöld var ég kominn með 2mm taperinn allveg í gegn. það er ekki mælt með því að það sé gert svona hratt, heldur talað um max 2mm á viku. það var aðeins blóð á tapernum þegar ég vaknaði morguninn eftir, en ég hreinsaði það bara af, og setti 4mm taperinn í. og hann var kominn allveg í daginn eftir minnir mig. Held að þetta sé frekar persónubundið hvað eyrað þolir mikið, og þú finnur það bara sjálf/ur þegar þú byrjar, farðu frekar hægar heldur en hraðar því ef þú stækkar of hratt geturu skemmt allt draslið.
Hókus Pókus er staðsett á Laugarveginum, hægra meginn. Get ekki gefið þér nákvæmari staðsetningu þar sem ég er utan af landi og þekki ekki laugarveginn búð frá búð.
Ef það er eitthvað fleira sem þú ert að velta fyrir þér, ekki hika við að spyrja ;)
Bætt við 16. febrúar 2010 - 22:17 heyrðu nú mig, eftir að hafa skoðað myndina nánar þá fattaði ég að myndin sem ég setti inn er alls ekki taper, heldur fake tunnels,
þetta eru tapers.