Ég fékk mér gat í vörina í gær (2.janúar, 2010) en fór í fyrsta sinn á aðra stofu en þá sem ég er vön að fara á.
Það sem ég hef áhyggjur af er að það blæddi mjög í kringum pinnan eftir að ég var búin að fá gatið en það hætti eftir smá stund en vörin varð mjög bólgin.
Ég tek inn munnskol sem heitir Corsodyl 2-3 á dag og þríf gatið að utan 3-4 á dag með sótthreinsi efni.
Núna daginn eftir er gatið ennþá bólgið sem ég bjóst við en þegar ég ýtti gatinu út til þess að þrífa það að utan (ef þið skiljið hvað ég á við, ýtti á festinguna með tungunni) og það kom smá blóð í kringum “holuna”
Er þetta eðlilegt?
Ég spyr vegna þess að þetta gerðist ekki þegar ég fékk hitt gatið, það blæddi ekki og ég man ekki eftir að hafa verið mikið bólgin.
Aðferðirnar á götuninni voru að vísu aðeins öðruvísi en ég vildi helst vera viss.
myndin er af bólgunni og er hún hægra megin ykkar séð.