Ég er að fara að fá mér fleiri göt í eyrun, var bara að spá hvað kostar og hvar væri ódýrast? er að spá í að fá mér tragus, helix og/eða anti helix og síðan bara venjulegt lobe.
Ég mæli bara með því að láta EKKI gata ykkur með byssu. Það er ekki hægt að dauðhreinsa þær og það er mun meiri sýkingahætta. Sem dæmi er jafnvel möguleiki að smitast af hiv(mjög sjaldgæft þó) og sjúkdómum sem berast með blóði með þessari götunaraðferð. Þessvegna eru götunarbyssur ólöglegar á sumum stöðum.
Já ég hef líka oft látið gata mig með byssum en myndi ekki gera það aftur eftir að ég komst að þessu. Hef líka fengið nokkrusinnum heiftarlegar sýkingar í þeim götum sem voru gerð með byssum.
En ég mæli með að þú farir á einhverja tattú stofuna og látir atvinnu gatara gera þetta rétt með nál. :) Þau gera þetta bæði á tattoo og skart og íslensku húðflúrstofunni.
Held það sé eitthvað kringum 5000 kall. En það er samt betra að láta gera þetta með nál og borga aðeins meira fyrir betri gæði og margfalt minni sýkingarhættu. :)
Já. Þá mæli ég algerlega með að láta stinga með nál. Þau vanda sig líka betur með staðsetningar á götunum á tattústofunum finnst mér. Er alltaf að sjá ógeðslega skökk göt og illa staðsett hjá þeim sem hafa látið skjóta í sig í skartgripabúðum.
já, ég hef líka séð það, mjög ljótt. en ég hef áður verið með “venjuleg” göt í eyrunum svo að það er svona far..? eftir götin, helduru að það skemmi eitthvað?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..