Einhvers staðar heyrði ég að Hell's Angels væru yfir öllum húðflúrsstofum sem heita House of Pain, en þegar Sverrir hætti í Fáfni breytti hann nafninu í leiðinni að ég held. Ég veit ekki hvers vegna þeir vilja að maður borgi fyrirfam, en ég ætla að skjóta á að það sé bara trygging fyrir því að maður segi ekki “úps ég er víst ekki með pening”. Varðandi það að þeir taka ekki kort, þá veit ég ekki um neina húðflúrsstofu sem tekur kort (er reyndar ekki alveg viss með Reykjavík ink og Tattoo 69) því að, samkvæmt því sem mér var sagt, eru einhver rosa gjöld sem þarf að borga til Reiknistofu Bankanna fyrir afnot af posum. Þori þó ekki að fullyrða að það sé ástæðan í þessu tilfelli.
Ég vona að þetta hafi svarað einhverju.