Er það hægt hér á landi án þess að það komi eitthvað ör eða verði ein svört klessa ? Vinkona mín er með lítið svart á “púlsinum” sem hún hatar. Hefur einhver farið í svona lazer eða gert eitthvað annað til að fjarlægja húðflúr með góðum árangri?:)
það er rosalega misjafnt eftir hverri manneskju og tattooinu sjálfu, ef mig minnir rétt þá er ekki hægt að taka burt grænann og bleikann og svo er misgóður árángur með aðra liti, endilega bara ræða við sérfræðing
Ég hef heyrt gott um Bolla Bjarnason eins og VikingMan er að benda á hér fyrir neðan. Hann er húð- og kynsjúkdómalæknir, getur flett upp símanúmerinu. En fjarlæging á húðflúri er rándýr, kostar oft tugi hundruða svo ég myndi alveg búast við að heyra rugl háa upphæð :) Oftast skilur hún líka eftir sig mikil ör og leiðindi sem leiðir til þess að fólk lætur hvort sem er setja nýtt tattoo yfir það.
Bætt við 12. september 2009 - 16:54 Vá hvað þetta hljómar allt rangt hjá mér! Haha… *VikingMan benti á hér fyrir OFAN *Kostar oft hundruð ÞÚSUNDA - Veit um tilfelli þar sem fjarlæging á litlu húðflúri átti að kosta 350 þúsund
æjh..ég fatta ekki sumt fólk…maður fær sér tattú ef maður er virkilega 1000000000000000% viss um að maður vilji það OG sé viss um að viðkomandi geri sér grein fyrir að þetta er ekki eitthvað sem maður bara fær leið á einhverntímann einsog klippingu eða e'ð þannig :S…finnst bara e'ð svo kjánó að láta fjarlægja tattú..:s
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..