Ég fékk svona bólu á eitt nef gatið mitt um daginn og ég var að fara í vinnuna daginn eftir á og ætlaði mér sko ekki að lýta svona út í vinnunni, þannig að ég fann ráð til að losna við þetta ! að mestu leyti allavega.

það eru reyndar 2 gerðir af þessum bólum það er þessu harða sem er einsog brjóskið se að vaxa út og svo er þessi mjúka venjulega. Ég kann ekki ráð við þessari hörðu.

En já ég mæli ekki með að vera alltaf að þessu ef þu hefur tíma til að leyfa þessu bara að fara að sjálfu sér gerðu það þá frekar .

Allavega !!
1. Ég byrjaði á því að ná mér í lítið hreint ílát. og setti klórhexidínspritt útí og leyfði lokknum að liggja þar ofan í.
2. næsta skref hreinsa á sér hendur vel !

3. Svo náði ég mér í nál. HREINA nál ég notaði ónotaða sprautunál minnstu gerð. og stakk á bóluna.

4. tók smá klósettpappír og kreisti allan skít og gröft úr bólunni og gatinu sjálfu. ekki samt hakkast á gatinu, t.d áttu ekki að kreysta þangað til það fer að blæða.

5. Svo náði ég mér í eyrnapinna bleytti hann uppúr klórhex..sprittinu og hreinsaði gatið að utan.

6. Næst náði ég mér í nefsprey, bara saltvatnslausn og notaði það.

7. Setti lokkinn í, setti smá fucidin á gatið og svaf með það á.

og þá var bólan að mestu leyti farin !

svo bara hreinsa gatið venjulega næstu daga þangað til allt er í góðu lagi.

en einsog ég sagði ekki vera að nota þessa skyndilausn ef þú getur alveg bara hreinsað þetta.
facebook.com/queeneliiin