Ég er að spá í að láta gata á mér tunguna aftur. Ég hef heyrt að ef maður á lokk þá getur maður bara mætt með hann og látið gata með honum og borgað þá bara fyrir gatið. Ég á lokk heima sem ég er ekki viss hvort er byrjendalokkurinn síðan ég gataði hana síðast eða hvort þetta sé einn af hinum lokkunum sem ég átti.
Þannig að það sem mig langar að vita er hvort það sé einhver stöðluð lengd á þessum byrjendalokkum?