Af hverju þurfa húðflúr að vera list? Þurfa þau eitthvað frekar að vera tjáningarform heldur bara skraut? Ég ekki mikla list í möffinskökum og stjörnum eða krossum, en það er eins og flestir hérna séu að missa vatnið yfir því.
Ég held að það sé í tísku að vera á því sem er í tísku. Svona “rebel without a cause” dæmi í gangi og ástæðan sem er gefin fyrir því er að þessari stefnu skorti sál (?) og list og að hún sé of algeng og þar af leiðandi eru húðflúrin ekki einstök. Það að hugsa sjálfstætt og fá sér það tattoo sem manni langar í, hvort sem það er tribal eða ekki, er einstakt. Að leyfa straumnum að stjórna skoðunum sínum finnst mér vera slappt.
Virkar kannski eins og ég sé í vörn, en ég er ekki með tribal tattoo, þekki engan með þannig og hef ekki hugsað mér að fá mér sjálfur. Finnst þetta bara asnalegur hugsunarháttur.
Bætt við 21. júlí 2009 - 09:21
heldur en bara skraut*
ég sé ekki mikla list*
En ég er hvorki að segja að allir eigi að fá sér tribal því það er svo kúl að vera rebel á móti tísku sem er á móti tísku, né að fólk sem finnist tribal ekki vera flott geti ekki staðið á sinni skoðun eða eitthvað. Vafalaust er fullt af fólki sem finnst tribal í alvöru vera leiðinleg stefna, en það eru örugglega margfalt fleiri sem eru bara að láta stjórna sínum skoðunum.