Við hjá Íslenzku Húðflúrstofunni höfum ekki flúrað fólk undir 18 ára aldri í marga mánuði, tilkynning þess efnis hengur upp á stofu.
því miður höfum við ekki haft færi á að setja tilkynningu um það inn á heimasíðu okkar þar sem hún á við tæknilega erfiðleika að stríða.
Að sjálfsögðu hefði átt að vekja athygli á þessu við þig ef þú bókaðir í gegnum símann, ég biðst innilega afsökunar á því að það hafi ekki verið gert.
Hvað varðar sumarfrí tattoostofunar þá þarf enginn með bókaðan tíma að hafa áhyggjur, jafnvel þótt að tíminn sé innan ramma sumarfrísins, þá stendur hann að öllu óbreyttu.
sowulo:
Ég get ekki séð að ég (Búri) hafi á nokkurn hátt breytt rangt gagnvart þér, ég áskil mér fullkomlega rétt til að hafna öllum þeim flúrum sem ég, af hvaða ástæðu sem er, vill ekki gera. Þitt flúr túlkaðist innan þess ramma, og síðan hefur þú herjað einhverja barnalega gremjuorustu gagnvart mér eða minni stofu, tínandi til allt sem miður fer hjá okkur, sem því miður gerist reglulega, verandi mannlegir eins og við erum.
Við höfum átt erfitt með að sinna á fullnægjandi máta allri þeirri gríðarlegu eftirspurn sem við höfum, verið er að vinna hörðum höndum að því að leysa það vandamál. Ég get ekki annað en beðið þá sem urðu fyrir óþægindum af völdum þess fyrirgefningar, og beðið fólk um að trúa því að að sjálfsögðu var ekkert af þessu af vilja gert, heldur voru þetta einungis yfirsjónir.
Mér þykir mjög vænt um tattoostofuna mína, ég þurfti að hafa mjög mikið fyrir því að opna hana og mér þykir svo leiðinlegt ef hún verður miðpunktur neikvæðrar athygli, ég tek uppbyggilegri gagnrýni opnum örmum, öðruvísi væri engin framför en ég get þó ekki annað en staðið með minni eigin sannfæringu þegar kemur að listrænu frelsi.
ég mun eins lengi og ég kemst upp með, velja mér og hafna verkum, og að öllu jöfnu hafna ég um 60 % af því sem kemur inn fyrir dyrnar, það að þetta sé gert af hroka gæti ekki verið fjær sannleikanum, ég hafna því sem vekur ekki upp listrænan áhuga hjá mér eða ég held að fari mér ekki vel úr hendi, oft haldast þessi tvö atriði í hendur.
Ég er svo heppinn að vinna mín er líka ástríða mín, um leið og ég svík lit og tek inn stykki sem hefur engin listræn áhrif á mig, ræni ég verkinu ástriðunni og það bitnar á mér og verkinu.
Ég vona að það sléttist úr öllum misfellum innan stofunar og að við getum haldið áfram að senda út ánægða kúnna.
með virðingu,
Búri.