Ég væri alveg til í að gera í þig septum, en ég bý svolítið of langt í burtu, býst ég við.
Svo langar mig að segja það að þegar ég var á þínum aldri barðist ég fokking heitt fyrir því að fá mér göt, það tók mig rúmlega þrjú ár til að fá eitt lítið gat í nefið, that's it.
Á þeim tíma var ég komin 3 göt í annað eyrað og 5 göt í hitt og 8mm tunnel.
Ég sætti mig bara við það að foreldrar mínir leyfðu mér það ekki, og ákvað að fá mér seinna, þegar ég er orðin átján.
Núna er ég búin að segja mömmu og pabba frá öllum helstu kostum og göllum piercinga og húðflúra og þau eru miklu rólegri.
Þau leyfa mér að fá mér næstum hvað sem er í eyrun(svo lengi sem það er ekki 10cm tunnel og eitthvað þannig), þar sem ég sagði þeim að það hlyti að geta verið allavega einn staður á líkamanum sem ég ræði alveg við.
Þau samþykktu.
Þau leyfa mér að fá mér í naflann eða einhversstaðar á líkamann og líka að fá mér tattú.
Mamma mín spurði meiraðsegja hvort ég væri til í að fá mér eitt svona hip piercing til að vita hvernig mér leist á það.
Ég var í 7.bekk þegar ég byrjaði að væla.
Núna er ég búin að klára 10.bekk og fékk mitt fyrsta gat í lok 10.bekkjar.
Ég á mjög traust samband við foreldra mína og mér finnst það æðislegt.
Ég má fá mér tattú ef það er ekki of stórt.
Ég talaði og talaði og grét og öskraði en þau einfaldlega vildu ekki að ég væri að “skemma” andlit dóttur þeirra.
Ég ætla ekki að banna þér neitt en ég held að septum væri virkilega slæmt fyrir fyrsta gat, mæli með því að þú fáir þér eitthvað í eyrun eins og tragus (sem er líklegast mjög vont líka) eða tunnel eða industrial.
Og svo mæli ég með því að þú segir foreldrum þínum allt sem þú veist um piercing og reynir að vekja þau til umhugsunar, fá almennilega útskýringu og biðja þau að hugsa málið, það er ekki eins erfitt og það hljómar.
Vó ég veit, ritgerð, en þúveist, LESTU ÞETTA!