Veit einhver það það þýðir að fá húðflúr í draumi? Mig dreymdi að ákveðinn flúrari hefði byrjað á tattooi á innanverðum handleggnum, það var einskonar dreki og hann var með tvær hendur uppi með fuck you merkið.. haha. Og útlínurnar voru rauðar og ég var mætt þarna á ‘stofuna’ hans í session tvö en það var ekki ákveðinn tími, fólk beið bara í röð. Og stofan hans var samliggjandi með fata- tískuvöruverslun og ég bara ‘oooh löng biðröð’ og fór bara að skoða föt, svo þegar ég kom að borðina hans sagði hann bara ‘heyrðu nei ég er búinn í dag’, og var mjög dónalegur og mikill með sig, ég var ekki alveg sátt og fór að rífa kjaft við hann og þá kom öryggisvörður og henti mér út. Ég var svo reeeeið. Og ég fór heim og sýndi mömmu tattooið, sem var ógeðslega illa gert og ljótt, og fór að hágráta.. og sagði, ég ætla ekki til hans aftur ég ætla að láta jason laga það.
ég á tvær draumaráðningabækur og það er ekkert um húðflúr í þeim en húðflúrhefðir hafa verið mjög lengi til, mikið lengur en fullt af stuffi sem er í bókunum. eeen..
Grátur = Táknar að þú eigir mikla gleði í vændum.
Getur einhver hjálpað mér með restina?