ég keypti bleikar nálar í apóteki.
Ég “mæli með” (gerði það sjálf) keypti skotlokka (ætlaði að gata eyrun) til að setja í eftirá.
Ástæða: þeir halda fast, festingarnar eru sterkar aftaná og halda vel þó eyrað fari að bólgna örlítið eftir á og svoleiðis.
Prufaði einusinni að setja bara venjulegan lokk með svona plastfestingu eftirá og hann datt bara úr - gatið ónýtt.
Allavega, svo á ég hreinsiefni:
http://www.phpshopxml.com/client/aiapiercing/tmb/easy-piercing-H-300-W-300-S-40209.gifFæst í Hókus pókus á 2þús, líka í tattoo og skart og eflaust á flestum tattoo&götunarstofum.
Græni staukurinn er sápa til að nota í sturtu, sá blái er saltvatnsupplausn sem maður spreyjar á, bíður smá og þurrkar af og sá appelsínuguli er bakteríueyðandi sem maður spreyjar á og leyfir að þorna á.
Þegar ég gataði eyrun: keypti nál, sauð lokkana mína, setti á hreint tissjú og snerti þá ekki, þvoði mér vel um hendurnar, náði í kartöflu, skar niður í helming og þvoði, teiknaði punkt á eyrað þar sem ég ætlaði að gata, spreyjaði saltvatnsupplausninni á, þurrkaði af og stakk. setti lokkinn í og setti svo bakteríueyðandi. hreinsaði 1-2 á dag eftirá og snerti lokkana ekki neitt.
Ég myndi bara þora að gata sjálfa mig og bara í eyrun. Myndi aldrei fara að gata sjálfa mig í vör, hvað þá vini mína.
Þetta er bara það sem eg gerði, er ekki að hvetja til neins, að sjálsögðu er best að fara á stofu og fá fagmann í verkið.