Er að spyrja fyrir vinkonu mína sem er með sýkingu í gati í eyrnasnepli; en hún vill vita hver besta leiðin væri til þess að losna við sýkinguna?
Hún er sem sagt með sex göt (þrjú í hvorum eyrnasnepli) og er með sýkingu í fremsta gatinu öðru megin. Hin götin eru reyndar aum líka.
Hún notar BPA til þess að hreinsa götin, er það málið til þess að losna við sýkinguna eða er e-ð annað efni sem hún á frekar að nota?
Einnig, á hún að vera með lokk í gatinu eða leyfa því að jafna sig án lokks?