Ég þoli ekki fólk með fordóma.
Mig langar til að öskra á fólk sem að kemur með heilu ræðunar, með þeim alhæfingum að segja að fólk sem gerir hitt og þetta séu bara heimskir fávitar.
Það er akkúrat það sem að ég var að hlusta á pabba tala um núna fyrir u.þ.b. fimm mínútum hérna niðrí stofu. Hvað honum fannst eitthvað maður sem að hann sá í gær alveg rosalega vitlaus, heimskur og asnalegur útaf götum í andliti. Jújú, þessi maður var með þónokkur göt, en guð minn almáttugur hvað mig langar stundum að slá fólk hressilega sem að talar svona um aðra.
Svo auðvitað segi ég honum að þetta séu ekkert annað en fordómar. Honum er að sjálfsögðu alveg sama um það en heldur því samt fram að þetta séu ekki fordómar heldur bara hans persónulega skoðun. Sem að sýnir það og sannar að mikið af fólkinu sem faðir minn kallar heimskt, er mun vitara heldur en fólk eins og pabbi sem eru að drukkna úr fáfræði og vitleysu.
-ég er pirruð. Takk fyrir mig.