Eins og þið vitið þá er ég komin með nýtt og frábært húðflúr og er núna að ganga í gegnum “healing” ferlið en við það vakna nokkrar spurningar:
Afhverju kemur hrúður? Afhverju klæjar manni í flúrið meðan það er að gróa? Er líkaminn að reyna að losna við blekið? Afhverju er gott að bera á það Helosan eða önnur lík krem? Afhverju má ég ekki fara í bað?
Því þetta er bara sár, og þegar þú færð sár kemur hrúður. Því að þegar sár er að gróa, klæjar þig Til þess að sárið þorni ekki upp og rifni, þetta er feitt krem til að halda því röku Þú mátt fara í bað .. reyndu bara að sleppa því að bera sápu á staðinn sem tattoo-ið er og ekki nudda fast yfir.
ástæðan fyrir þvi að þu matt ekki fara i löng böð er afþvi að þá fer hruðrið allt af og snemma ,, hruðrið er einsog svona vörn yfir vinnusvæðinu ;) og þegar að vinnan er buin þá dettur það sjalfkrafa af :)
Þetta er alls ekkert common sense fyrir öllum og bara mjög eðlilegar spurningar að velta fyrir sér :) Mér þætti eiginlega gaman að fá þig til að rökstyðja mál þitt um að þetta sé common sense.. Td afhverju er stundum mælt með að nota Helosan en ekki e-ð annað krem? Afhverju kemur hrúður, hvað gerist í húðinni þegar það kemur hrúður? Semsagt “starfsemi” húðar þegar það myndast sár? Common sense??
Af því að flúrið er í rauninni ör (það bara sést ekki fyrir litarefnunum) og örvefur er viðkvæmari að því leiti en venjuleg húð að hann á það til að verða þurr. Þegar húðin er þurr þá klæjar manni… af hverju flúrið verður upphleypt veit ég samt ekki :P En það er gott að bera bara á smá rakakrem útaf kláðanum.
Ég hef verið að velta því sama fyrir mér með gömul flúr og kláða… Ég er oft viðþolslaus af kláða í nokkrum af flúrunum mínum (hálfu erminni og bláu rósinni). Fæ alveg stingandi kláðaverki. Það skrítna við þetta er að rósin er hluti af ermi en mig klægjar aldrei í restina af erminni… Eins er ég með flúr á báðum fótleggjum og á baki og klægjar aldrei í þau. Ég var farin að halda að ég væri með e-ð ofnæmi á tímabili eða líkaminn bara að bregðast fyrst við núna. Þetta tengist e-ð öramyndun, hitabreytingum o.fl. en tengist það einhverjum spes litum, spes staðsetningu o.s.frv.? Ég er að pæla í að skella mér bara til húðsjúkdómalæknis og fá svör :D Mér var bent á einn sem heitir Bolli Bjarnason (Húð og kynsjúkdómalæknir). Hann á víst að hafa e-ð vit á húðflúrum.
Alveg hef ég spáð í þessu sömuleiðis, er með tattoo á bakinu sem ég fékk þegar ég var 16 ára, er í dag 22 ára en fæ ennþá stundum sjúklegan kláða í tattooið þó það sé þetta gamalt! Það er líka alltaf upphleypt, en sérstaklega þegar mig klæjar í það.
Eins mikið og mér þykir vænt um húðflúrið mitt er þetta einkar óþolandi!!!!!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..