Decutan eins og þú veist væntanlega fer ekki vel með lifrina, einnig veldur húðflúr álagi á lifrina vegna þess að húðin þarf að gróa og það fer alltaf eitthvað af bleki út í blóðið, svo að þú átt tvo kosti:
1) Bíða með flúr þangað til að húðin er orðin góð eftir Decutan átökin, sem að munu verða mikil, sérstaklegar þegar skammturinn verður hækkaður og húðin fer að þorna af viti (ég var á decutan fyrir ári)
2) Láta undan freistingunni, fá sér flúr og eiga það á hættu að fara í lifrarbilun(ekki jafn hræðilegt og það hljómar en samt slæmt) og hætta á decutaninu í einhverja mánuði, einnig getur þetta hindrað sárið í að gróa rétt svo að það gæti komið fyrir að flúrið verður ljótt og örótt, sýkingahætta er meiri á lyfinu svo þú gætir lent í því að fá alsherjar húðsýkingu með tilheyrandi lyfjagöf sem hefur áhrif á lifrina líka, o.fl. o.fl.
Fyrir mitt leiti er ekki spurning um hvorn kostinn ég myndi velja og í raun valdi en þetta er þitt val, mundu bara að það ert þú sem að þarft að taka afleiðingunum.