Ég hef lengi verið að pæla að fá mér tattú, en veit ekkert hvernig tattú ég vil.
Mig vantar eitthvað sem t.d. minnir mig á hluti sem ég vil alls ekki gleyma, eitthvað sem hefur merkingu fyrir mig eða eitthvað sem mér finnst reflecta mig eða whatever.
Hef verið að pæla í nafni vinkonu minnar, sem hefur hjálpað mér í gegnum ótrúlega margt, nafn mömmu minnar, fyrir bara að vera yndisleg móðir og hef hugsað um margt annað, en ég t.d. bara þoli ekki nafnið mitt svo ég gæti ekki hugsað mér að hafa mitt nafn.
Hvað finnst ykkur um að vera með tattú með nöfnum?
Ert þú með einhver tattú með nafni vinar, fjölskyldumeðlims, kærasta/kærustu eða sjálfs þíns?
Sérðu eftir því?