Mikil sýkingarhætta - tjah… þarft bara að hugsa vel um gatið eins og önnur göt.
Gatarar mæla með að þú bíðir með að fara í sund og ljós í amk mánuð… ég mæli með að bíða lengur.
Gatið tekur 9-12 mánuði að gróa alveg 100%.
Ég fór í nóvember og fékk mér gat hjá Sessu á T&S og þetta var ekkert svo hræðilegt, smá stingur og bara búið, enda Sessa mjög fær. Það blæddi ekkert hjá mér.
Svo fór ég í pottinn heima hjá mér á jólunum, um einum og hálfum mánuði síðar, og þá strax byrjaði að koma frekar mikill gröftur og svona.. en ég passaði bara að hreinsa áfram vel og það lagaðist.
Það kemur við og við smá hvítur/gulleitur gröftur en þá er það bara að passa að halda áfram að hreinsa.
Vinkona mín er búin að vera með gat síðan í maí og það er enn stundum að koma smá gröftur hjá henni og systir mín var með í 3 ár og stundum kom smá gröftur hja henni eftir svona langan tima, t.d. ef hún skipti um lokk.
Ég nota svona til að hreinsa:
http://image.passion-piercing.fr/img-accessoires/EASY-KIT-w-297-h-450-sw-450-sh-450.jpgÞetta er mjög gott kit, græni er sápa, sá blái er saltvatnslausn sem maður spreyjar á gatið og þurrkar af, og sá appelsínuguli er bakteríufráhrindandi lausn sem maður setur á eftir þessum bláa og leyfir að þorna á.
Svo fylgja 20 sterílir klútar með til að nota til að hreinsa.
Fæst á T&S og í Hókus Pókus, í HP er verðið 2000kassinn.
Svo ef þú ert ekki með þetta kit (Eða ert með það og gleymir sápunni inní herbergi eða eitthvað) þá skaltu nota Neutral sápu í sturtunni.
Það er 18 ára aldurstakmark en gatarar leyfa þér að fá gat ef þú ert með skriflegt leyfi eða þeir geta hringt í foreldri sem staðfestir að þú megir fá gat þeirra vegna, eða þá að þau komi einfaldlega með þér.
Bætt við 2. febrúar 2009 - 19:59 svo getur reyndur gatari frætt þig enn frekar…
þegar ég fór til Sessu gaf hún mér umhirðublað með mér heim.