Fyrir mitt leiti væri það eins og að fara í fallhlífastökk meðan manni væri haldið sofandi í öndunavél.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ekkert óhugnanlega vont að fá sér húðflúr, ég skal lofa þér að ef að þú ert ekki að fá þér flúr á kónginn eða í handakrikann þá muntu þola það, þetta fer fyrst að vera krefjandi þegar þú ert búinn að vera í svona klukkutíma til tvo í stólnum.
Varðandi spurningu þína um hvort það sé bannað, þá efast ég stórlega um að svo sé, hins vegar hefur hann Svanur sagt mér að hann finni fyrir því þegar fólk hefur deyft sig, að húðin sé eitthvað slök og tekur verr við nálinni, ég er bara að endurtaka það sem ég hef heyrt svo ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.