Vá. Er alveg frekar pirruð á þessu hérna núna.
Bý semsagt sem stendur í Kristiansand í Noregi. Ég verð 18 ára núna eftir akkúrat viku, og langaði til að láta tveggja ára gömlu hugmyndina mína að tattooi verða að veruleika.
Ég hafði hugsað mér að fá mér SÞ í rúnum, lítið og nett en þó aðeins í bold, aftan á hálsinn.
Finnst þetta góð hugmynd, þetta eru upphafsstafir mínir, ég er mikið fyrir gömul fræði sem og uppruna minn og svo finnst mér þetta góð hugmynd að fyrsta tattooi - lítið og nett.
Allavega. Ég tala við frænku mína sem býr hér og hún segir mér að það séu tvær tattoostofur hérna. Hún taldi ekki mikla bið (einsog heima eru hva, oft 2-3 mánuðir og hærra eftir hvaða flúrara við erum að tala um), hún hélt það væri meira nokkrir dagar (húðflúr víst ekki mjög vinsæl hér) en það klingdi af einhverjum ástæðum strax viðvörunarbjöllum hjá mér.
Mér finnst þetta svo lítið verk (þó ég sé svosem ekki dómbær) að mér fannst alveg 8þús (sem er startgjald á sumum stofunum heima) vera pínu hátt verð… og frænka mín hafði haldið að þetta væri kannski 400-500 norskar (Sem er reyndar svosem ekkert ódýrara með verðlaginu á norsku krónunni þessa dagana) en já.
Við komum inn á þessa stofu, og það fór bara eiginlega hrollur um mig. Hún var drusluleg, ekkert eiginlegt afgreiðsluborð, 3 stólar í miðju herberginu með hrúgu af tattoobókum á, glerskápar með spraylakki og álíka drasli stillt upp í hillunum?
Algjörlega ekki á við standardinn sem er á tattoostofunum heima. Engir lokkar til sölu eða neitt heldur..
Við ræðum við einn flúrarann og frænka mín svona gefur til kynna hversu stórt og talar um rúnir, 2 stafi, og á að vera mjög einfalt, Tattooverarinn segist þurfa að sjá mynd til að geta gefið akkúrat verð, en hann myndi segja á bilinu þúsund norskar kr.
Okei vá, þúsund norskar?! Á svona drasl stofu? pff…. með verðlaginu á norsku kronunni núna væri það 18þúsund í íslenskum fyrir mig.
Ekki alveg.
Og já, svo gata þeir ekki einusinni á þessari stofu…
aðeins að pústa..
En já. Hvað finnst fólki, er 8þús alveg gott verð fyrir svona litlar rúnir aftan á háls? Finnst leiðinlegt að akkúrat þegar ég er að verða 18 fer startgjald úr 5þús í 7-8þús frekar týpískt hehe.
Ég veit líka að gott tattoo - þá skiptir verð ekki máli en þetta er bara svo ógeðslega einfalt miðað við sumt… og engar skyggingar eiga að vera eða neitt, bara aðeins boldaðara heldur en mjó strik…
Hugsa samt að ef ég þarf að borga 8þús myndi ég hugsa um að bæta skyggingum við. Hm…