Frá fyrsta degi hefur verið allt í góðu með það, engin bólga, eymsli eða neitt, en í morgun fór ég að taka eftir því að það er kominn svolítill roði í kringum það, og með hverjum klukkutímanum varð það verra og verra. Í kvöld var svo nasavængurinn orðinn frekar bólginn, mjög aumur og allur eldrauður. Ég finn eiginlega ekkert til í gatinu sjálfu, og það sést ekkert á því, en ég get varla snert á mér nasavænginn. Ég var að spá hvað þetta gæti verið? Nú hef ég verið dugleg við að halda gatinu hreinu osfrv.
Auðvitað getur þetta verið eitthvað ótengt gatinu, en var að spá hvort einhver hefði lennt í þessu sama?
Og btw hversu oft hreinsið þið gatið, með hverju osfrv?
takk kærlega
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”